Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna
Helstu verkefni stjórnar er að halda utan um heildar starfsemi samtakanna, móta stefnu samtakanna, vera tengiliður við helstu samstarfsaðila og stuðla að fjölgun kvenna í stjórnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna var kosin á aðalfundi þann 18. janúar 2024. Þetta er þriðja starfsár hagsmunasamtakanna eftir endurvakningu. Stjórnina skipa; Anna Þorsteinsdóttir, Auður Kjerúlf, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Lára Hafliðadóttir og Rebekka Sverrisdóttir. Varastjórn skipa; Guðrún Halla Finnsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir og Sólrún Sigvaldadóttir
- 
      
      
      
        
  
       Anna Þorsteinsdóttir - forsetiAnna Þorsteinsdóttir spilaði fótbolta með Breiðablik, ÍA, Þrótti og Selfoss ásamt því að spila í háskóla í Bandaríkjum. Í dag starfar hún sem þjóðgarðsvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði og hefur í gegnum tíðina sinnt ýmsum félagsstörfum á sviði náttúruverndar og íþrótta- og æskulýðsmála. 
- 
      
      
      
        
  
       Auður KjerúlfAuður Kjerúlf er uppalinn Valsari og spilar í dag með KH og U20 liði Vals. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þjálfað í að verða sjö ár og starfar í dag sem þjálfari í yngri flokkum Vals og er með KSÍ B þjálfaragráðu. Samhliða þjálfuninni starfar Auður hjá Hagstofu Íslands og er formaður ungmennaráðis KSÍ. 
- 
      
      
      
        
  
       Auður Sólrún ÓlafsdóttirAuður spilar fótbolta með ÍR en hún hefur einnig spilað með Álftanesi. Hún starfar sem byggingarverkfræðingur og situr í aðalstjórn ÍR sem og í stjórn knattspyrnudeildar ÍR. Hún hefur sinnt ýmsum félagsstörfum bæði í námi, starfi og í kringum knattspyrnu. Auður er gjaldkeri samtakanna. 
- 
      
      
      
        
        Elsa Jakobsdóttir - Gjaldkeri
- 
      
      
      
        
        Ingólfur Orri Gústafsson - Varaforseti
- 
      
      
      
        
  
       Guðrún Halla Finnsdóttir - ritariGuðrún Halla er uppalin í Stjörnunni og spilaði þar með meistaraflokki upp úr síðustu aldamótum. Einnig á hún nokkra yngri landsliðsleiki, spilaði í háskóla í Bandaríkjunum og tók eitt tímabil með Hamri í seinni tíð. Guðrún sparkar enn í bolta með alvöru kempum. Guðrún er menntaður verkfræðingur og vinnur hjá Norðuráli. 
- 
      
      
      
        
        Guðmunda Brynja Óladóttir
- 
      
      
      
        
        Guðný Guðleif Einarsdóttir

