Málstofa og aðalfundur
Fimmtudaginn 19. janúar 2023
Verslunarskóla Íslands

Hvar stöndum við og hvernig komumst við áfram?
Viðhorf, menning og fjármögnun í knattspyrnu kvenna

Tímasetning: 17:30-19:30

Markmið málstofunnar er að eiga samtal um málefni sem stjórn HKK telur mikilvægt að opna umræðuna um til að bæta framtíð knattspyrnukvenna.

Málstofan verður tvískipt. Í fyrri hlutanum verður fjallað um viðhorf og menningu innan fótboltasamfélagsins sem annars vegar stuðlar að og hins vegar stendur í vegi fyrir kynjajafnrétti. Í seinni hlutanum verður rætt um fjármögnun innan hreyfingarinnar og hvernig við getum elft fjárhagslega undirstöðu knattspyrnu kvenna á Íslandi.

Málstofan mun byggja á umræðuhópum sem verður komið af stað með stuttum erindum um hvort umfjöllunarefni fyrir sig. Umræður verða svo teknar saman og kynntar að hluta í gegnum stafræna tækni. Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við HÍ, flytur erindi í fyrri hluta málstofunnar. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdarstjóri Creditinfo, flytur erindi í seinni hluta málstofunnar

Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að bæta framtíð knattspyrnukvenna og stuðla að auknu jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar og samfélaginu að taka þátt í málstofunni. Málstofan er opin öllum en í framhaldi verður svo aðalfundur HKK sem öll geta sótt en einungis félagar HKK hafa atkvæðis- og tillögurétt.

Veitingar verða í boði milli málstofu og aðalfundar.

Aðalfundur Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna

Aðalfundur Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna

20:00 - 22:00

Dagskrá aðalfundar

  • Kosning fundarstjóra

  • Skýrsla stjórnar

  • Ársreikningur kynntur

  • Fjárhagsáætlun kynnt

  • Kynning á lagabreytingum

  • Kynning á nefndum

  • Stutt fundarhlé 

  • Kosningar

  • Ályktanir

  • Önnur mál og almennar umræður

Við óskum eftir því að félagar skrái sig í krækjunni hér að neðan til að einfalda skipulagningu fundarins. Á eyðublaðinu er einnig hægt að bjóða sig fram til forseta, stjórnar, varastjórnar og í nefndir. Þau sem ekki geta mætt á fundinn geta einnig boðið sig fram. 

Lagabreytingar og ályktanir þurfa að berast stjórn fyrir miðvikudaginn 11. janúar 2023 og öll fundargögn verða send út fimmtudaginn 12. janúar 2023.

Lög og samþykktir samtakanna